Árni Gunnar til Origo

Árni Gunnar Ragnarsson, tækni- og þróunarstjóri ferðlausna Orio.
Árni Gunnar Ragnarsson, tækni- og þróunarstjóri ferðlausna Orio. Ljósmynd/Origo

Árni Gunnar Ragnarsson hefur verið ráðinn tækni- og þróunarstjóri ferðalausna Origo. Fram kemur í tilkynningu að Árni Gunnar hefur áralanga reynslu af þróun hugbúnaðarlausna fyrir ferðaþjónustu og stofnaði Odin Software og Corivo Travel Platform á sínum tíma.

„Við erum mjög ánægð að hafa fengið Árna Gunnar til liðs við okkur og mun yfirgripsmikil þekking hans og reynsla af þróun hugbúnaðarlausna fyrir ferðaþjónustu á Íslandi efla enn frekar ferðalausnateymi Origo,“ segir Soffía Kristín Þórðardóttir, forstöðumaður ferðalausna Origo.

Origo hefur sérhæft sig í ferðalausnum um árabil, bæði eigin vöruþróun og sérþróun vef- og snjalllausna m.a. fyrir flugfélög og ferðaskrifstofur. Helstu vörumerki Orgio í ferðlausnum eru Caren bílaleigukerfið, Cover hótelbókunarkerfið og Bus Guide.mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir