Bæta þyrlurekstri við þjónustuna

Þyrlan sem um ræðir.
Þyrlan sem um ræðir. Ljósmynd/Aðsend

Atlantsflug hefur ákveðið að bæta þyrlurekstri við þjónustu sína en hingað til hefur félagið boðið upp á flugþjónustu frá Skaftafelli og á Bakkaflugvelli á Suðurlandi.

Þyrlan er af gerðinni Airbus AS350 A-Star og verða útsýnisferðir í boði yfir Skaftafell og hálendi Suðuausturlands, að því er segir í tilkynningu.

Þyrlan mun gera út frá Skaftafell Terminal – Tour Center, nýjum höfuðstöðvum Atlantsflugs sem einnig er ferðaþjónustumiðstöð með afgreiðslu- og farþegamóttöku fyrir ferðaþjónustuaðila. Tröll Expeditions gerðist nýlega fyrsti ferðaþjónustuaðili til að ganga til liðs við Skaftafell Terminal – Tour Center, og eru viðræður við fleiri aðila í gangi.

„Ég hef unnið lengi að þessu takmarki sem við erum að ná með því að fá þyrlu inn til okkar í Skaftafelli, en fyrst þurfti aðstöðuna sem nú er komin. Þetta er frábært og spennandi næsta skref hjá okkur,“ segir Jón Grétar Sigurðsson, forstjóri Atlantsflugs, í tilkynningunni.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir