Fyrsta samdráttarárið frá 2010 runnið upp

Útlit fyrir 0,7% samdrátt vergri landsframleiðslu á árinu 2019 að …
Útlit fyrir 0,7% samdrátt vergri landsframleiðslu á árinu 2019 að mati Íslandsbanka, sem verður þar með þá fyrsta samdráttarárið frá árinu 2010. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Núverandi áratugur hefur að mestu verið uppgangstími í íslensku hagkerfi, að því er fram kemur í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. Var hagvöxturinn undanfarin fimm ár að jafnaði 4,5% ár hvert.

Er uppgangur ferðaþjónustunnar sagður eiga drjúgan hluta að máli ásamt fleiri hagfelldum þáttum sem hafa ýtt hafa „undir myndarlegan vöxt einkaneyslu og fjárfestingar“. Vaxtarbroddurinn færðist þó frá útflutningi til innlendrar eftirspurnar eftir því sem leið á vaxtarskeiðið.

Nú er hins vegar hafið samdráttarskeið í hagkerfinu að mati greiningar Íslandsbanka. Þannig er útlit fyrir 0,7% samdrátt í vergri landsframleiðslu á árinu 2019, sem verður þar með þá fyrsta samdráttarárið frá árinu 2010.

„Snarpur samdráttur í útflutningi á stærsta þáttinn í efnahagssamdrætti í ár en einnig mun fjárfesting atvinnuvega skreppa talsvert saman. Þá verður einkaneysluvöxtur hægur. Á móti vegur að innflutningur mun væntanlega einnig minnka talsvert milli ára,“ að því er segir í fréttatilkynningu með þjóðhagsspánni.

Bankinn gerir þá ráð fyrir fremur hægum hagvexti, eða 1,5%, drifnum af einkaneyslu og fjárfestingu í íbúðarhúsnæði og innviðum. Meiri kraftur færist svo í vöxtinn árið 2021 en þá er spáð 2,7% vexti eftir því sem meiri þróttur færist í fjárfestingu atvinnuvega og útflutning á nýjan leik.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK