Hætt við samruna Renault og Fiat Chrysler

Ekkert verður af fyrirhuguðum samruna Renault og Fiat Chrysler.
Ekkert verður af fyrirhuguðum samruna Renault og Fiat Chrysler. AFP

Hlutabréf í franska bílafyrirtækinu Renault hröpuðu um rúm 7% í morgun eftir að bandarísk-ítalski bílaframleiðandinn Fiat Chrysler dró til baka tilboð um samruna fyrirtækjanna og sagði ástæðuna „stjórnmálaástandið“ í Frakklandi.

Hlutbréf féllu einnig í Fiat Chrysler um 3% við opnun markaðar, en hækkuðu þó á ný og voru komin í 1,7% skömmu síðar.

Greint var frá fyrirhuguðum samruna í lok síðasta mánaðar, en þá hafði fyrirtækjunum lengi tekist að halda þreifingunum leyndum og hækkuðu hlutabréf þeirra í kjölfarið.

Fyrr á ár­inu hafði Financial Times sagt frá því að ris­arn­ir tveir hygðust koma á nánu sam­starfi til að geta bet­ur tek­ist á við krefj­andi aðstæður á bíla­markaði á heimsvísu.

Fjármálamarkaðir fögnuðu fyrirhugðum samruna og hafði hann þegar fengið samþykki franskra stjórnvalda, sem vöruðu engu að síður við því að „of hratt“ yrði farið í samrunann.

Sögðu stjórnendur Fiat Chrysler í dag að þótt þeir væru enn „sannfærðir“ um hagkvæmni samrunans væri stjórnmálaástand í Frakklandi ekki með þeim hætti að hægt væri að framfylgja honum.

Fé­lög­in tvö selja ár­lega um 8,7 millj­ón­ir öku­tækja um all­an heim og inni­held­ur bíla­fram­boð þeirra merki á borð við Alp­ine, Dacia, RAM, RSM, Alfa Romeo, Dod­ge, Chrysler, Jeep og Maserati.

Þá á Renault liðlega 43% hlut í jap­anska bíla­fram­leiðand­an­um Nis­s­an.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK