Íslandsbanki lækkar vexti

mbl.is/Ófeigur

Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum á þriðjudaginn í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar Seðlabankans í maí. Verða vaxtalækkanir á bilinu 0,50 til 0,10 prósentustig.

Fastir vextir óverðtryggða húsnæðislána til 36 og 60 mánaða lækka mest, eða um 0,50 prósentustig. Þá lækka breytilegir vextir óverðtryggða húsnæðislána um 0,25 prósentustig, breytilegir vextir verðtryggðra húsnæðislána um 0,10 prósentustig og fastir vextir verðtryggðra húsnæðislána sömuleiðis.

Önnur breytileg óverðtryggð kjörvaxtalán lækka um 0,25 prósentustig og breytilegir innlánsvextir bankans munu í flestum tilfellum lækka um 0,20 til 0,30 prósentustig.

Þá munu Ergo bílalán og bílasamningar lækka um hálft prósentustig.

Arion banki og Landsbankinn lækkuðu vexti sína á innlánsreikningum um allt að hálft prósentustig í lok síðustu viku og Auður, fjármálaþjónusta á vegum Kviku lækkaði einnig innlánsvexti úr 4% í 3,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK