Selja lyf á netinu

Haukur Ingason eigandi Garðs Apóteks.
Haukur Ingason eigandi Garðs Apóteks. Ljósmynd/Aðsend

Garðs Apótek er fyrsta apótekið á Íslandi til þess að fá heimild Lyfjastofnunar til að selja lyf á netinu. Hægt er að versla bæði lyfseðilsskyld og lausasölu lyf í netverslun apóteksins, appotek.is. Lyfjastofnun og Landlæknir setja ströng skilyrði fyrir netverslun með lyf og þarf að uppfylla ítarlegar öryggiskröfur. 

„Neytendur geta til að mynda séð lyfseðla sína og barnanna, pantað tiltekt á lyfseðla, greitt lyfin, pantað heimsendingu á lyfjunum og séð greiðslutímabil sitt og greiðslustöðu hjá SÍ. Flestir nota þó Appótekið aðallega til að flýta fyrir sér, panta tiltekt á lyfseðla og koma síðan og sækja lyfin sem eru þá tilbúin til afhendingar í apótekinu.“ Þetta er haft eftir Hauki Ingasyni, eiganda Garðs Apóteks, í tilkynningu.

Hann segir jafnframt að verslun með lyf á netinu sé framtíðin og möguleikarnir eru miklir í bættri þjónustu fyrir viðskiptavinina.

Hugbúnaðarfyrirtækið CodeBear sá um þróun kerfisins fyrir Garðs Apótek en það heldur utan um kaupferlið sem og tengingar við Lyfseðilsgáttina og Sjúkratryggingar Íslands (SÍ).

„Mikið traust þarf að ríkja fyrir netverslun með lyf og erum við mjög stoltir af því að hafa þróað þessa lausn. Að baki er nokkurra ára þróunarvinna en standast þarf strangar öryggiskröfur til þess að komast á lista Lyfjastofnunar yfir apótek sem hafa heimild til þess að selja lyf á netinu” segir Bjarni Þór Kjartansson framkvæmdastjóri CodeBear í tilkynningu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK