Tugum prósenta hærra en Costco býður í dag

Stella Artois er vinsæll bjór.
Stella Artois er vinsæll bjór.

„Eftir á fær maður að vita, þegar þetta er allt búið, hvað hinn aðilinn bauð og það var tugum prósenta hærra en það sem þeir (Costco) bjóða í heildsölunni í dag,“ segir Birkir Ívar Guðmundsson, framkvæmdastjóri vínheildsölunnar Vínness í Viðskiptapúlsinum, hlaðvarpsþætti Morgunblaðsins sem kom út í dag. Í heildsölu Costco kostar 33 cl flaska af Stella Artois 213 krónur í dag.

Vínnes flytur meðal annars inn Stella Artois-bjór, sem er söluhæsti bjórinn í Vínbúðunum hér á landi, en athygli vakti fyrr á árinu að verð á Stella Artois-bjór í 33 cl flöskum lækkaði um 40% í ríkinu. Líkt og greint var frá í ViðskiptaMogganum á sínum tíma kom verðlækkunin til vegna verðboðs þar sem smásölurisinn Costco gerði tilraun til þess að fá umboð fyrir sölu á vörunni í Vínbúðunum. Í dag er verð á Stella Artois-bjór í 33 cl. flöskum 349 krónur. 

Ekki nákvæmlega sama varan

Athygli vekur að ekki er þó um nákvæmlega sömu vöru að ræða. 

„ÁTVR metur í þessu tilviki, sem ég held að sé rétt hjá þeim, að þetta sé fullkomin staðgengisvara, innan allra eðlilegra marka við það að vera talin sama vara. Og þar sem að varan er til sölu hefst það sem er kallað verðboð,“ segir Birkir.

Birkir Ívar Guðmundsson, til vinstri.
Birkir Ívar Guðmundsson, til vinstri.

„Þetta er bæði Stella Artois. Stella Artois sem við flytjum inn er 5% og er beint frá Löwen í Belgíu, frá upprunastað Stella Artois. Stella sem Costco flytur inn er 4,8% og frá Bretlandi,“ segir Birkir.

Í Viðskiptapúlsinum rekur Birkir málavexti og segir til að mynda að Vínnes hafi ekki fengið að vita hvaða verð Costco bauð í verðboðinu.

„Í verðboðinu fær mitt fyrirtæki einfaldlega tilkynningu um það að annar aðili hafi ákveðið að bjóða þessa vöru til sölu. Ég fæ engar frekari upplýsingar, nema þá að mér býðst að bjóða nýtt verð, þar sem að þeirra verð er lægra en ég veit ekki það verð,“ segir Birkir.

„Það eru margar spurningar sem að maður spyr sig eftir á. Af hverju fæ ég ekki að vita verðið sem Costco býður þegar þeir vita verðið sem ég er með með, þeir taka mjög útreiknaða ákvörðun með verðið sem þeir á endanum buðu,“ segir Birkir.

Eftir tilkynninguna var að sögn Birkis næsta mál að tala við framleiðanda vörunnar. „Í sameiningu ákveðum við að bjóða ákveðið verð, sem er þetta dúndurverð sem hefur verið í boði í verslunum undanfarna þrjá mánuði og ég held að allir hafi notið góðs af,“ segir Birkir.

Hlusta má á ellefta þátt Viðskipta­púls­ins hér að ofan. Þá má einnig nálg­ast þátt­inn í gegn­um helstu podcast-veit­ur hjá Itu­nes, Spotify og Google Play.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK