Hagstæðustu vextir í sögu lýðveldisins

Eru þetta hagstæðustu vextir í sögu lýðveldisins, að því er …
Eru þetta hagstæðustu vextir í sögu lýðveldisins, að því er segir í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands. mbl.is/​Hari

Ríkissjóður Íslands gaf út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir evra, að andvirði 71 milljarði íslenskra króna, í dag og bera þau 0,1% fasta vexti og eru gefin út til fimm ára á ávöxtunarkröfunni 0,122%.

Eru þetta hagstæðustu vextir í sögu lýðveldisins, að því er segir í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands. Þar segir jafnframt að fjárfestar hafi sýnt útgáfunni mikinn áhuga og að eftirspurn hafi numið 2,5 milljörðum evra, eða ríflega fimmfaldri fjárhæð útgáfunnar.

Fjárfestahópurinn samanstendur af seðlabönkum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Evrópu, og var umsjón útgáfunnar í höfnum Barclays, JP Morgan, Morgan Stanley og Nomura.

Í aðdraganda nýju útgáfunnar gerði ríkissjóður tilboð í útistandandi fjárhæð eldri skuldabréfaútgáfu frá árinu 2014, sem nam upphaflega 750 milljónum evra. Eigendur bréfa að nafnvirði um 60 milljónum evra eða um 8,5 ma.kr. tóku tilboði ríkissjóðs til viðbótar við þær 398 milljónir evra sem keyptar voru til baka í desember 2017. Þeir fjárfestar sem tóku þátt og vildu, fengu forgang í nýju útgáfunni.

„Þessi útgáfa er staðfesting á þeirri viðurkenningu og trausti á þeim árangri sem við höfum náð í ríkisfjármálum og stjórn efnahagsmála á síðustu árum, en ríkissjóður hefur aldrei tekið lán á hagstæðari vöxtum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK