Aðeins ein kona ráðin í tíu nýlegum forstjóraráðningum

Hulda Ragnheiður Árnadóttir segir FKA reiðubúið að fara í samstarf …
Hulda Ragnheiður Árnadóttir segir FKA reiðubúið að fara í samstarf við fyrirtæki mbl.is/​Hari

„Ég dreg í efa að það sé engin kona sem getur talist að minnsta kosti jafn hæf og karlarnir sem hafa ráðist í störfin,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), um þær fjölmörgu ráðningar í framkvæmdastjórastöður sem hafa átt sér stað hjá stórum fyrirtækjum upp á síðkastið.

Í máli sínu vísar Hulda Ragnheiður til þess að Sýn, Icelandair, HB Grandi, Heimavellir, IKEA, Eimskip, Íslandspóstur, Samgöngustofa og nú síðast Isavia í gær, hafi öll nýverið ráðið karla í forstjórastöðu. Raunar hafi aðeins ein kona verið ráðin í tíu framkvæmdastjórastöðar sem nýlega hafa losnað. Það er Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

Breyta rótgrónum hefðum

Hulda Ragnheiður segir mikilvægt að halda þessum málflutningi á lofti en á döfinni eru ráðningar í störf Seðlabankastjóra og Þjóðleikhússtjóra. „Mér finnst það í rauninni eðlilegt vegna þess hversu lengi þetta hefur verið á hinn veginn. Allar breytingar taka tíma og við lítum á okkur sem hreyfiafl sem hefur m.a. þann tilgang að stuðla að breytingum varðandi ráðningar. Við erum talsmenn öflugra kvenna sem er m.a. að sækja um þessi störf. Ég held að það sé óhjákvæmilegt að eiga þetta samtal og umræðu til þess að breytingin eigi sér stað. Það er bara eðli rótgróinna hefða að breytingar eiga sér ekki stað nema að undangenginni umræðu og í rauninni ákveðnum þjáningum. Það er erfitt að gera breytingar á rótgrónum hefðum. Við erum ekkert að gefast upp. Við ætlum að sjá þessar breytingar eiga sér stað.“

Í samtali við Morgunblaðið leggur Hulda mikla áherslu á vandaða stjórnarhætti. Til þess þurfi fjölbreytni í þann hóp sem hefur ákvarðanavald og að rannsóknir sýni að eftir því sem fjölbreytni stjórna eykst, þeim mun víðsýnni eru þær í ráðningum.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK