Óvissa ástæðan fyrir svartsýni

Bjarnheiður Hallsdóttir.
Bjarnheiður Hallsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er ekkert hissa á því að ferðaþjónustufyrirtæki séu ekki bjartsýn. Eins og allir vita hefur orðið töluverður samdráttur í fjölda ferðamanna á þessu ári og menn sjá fram á mikla óvissu.“

Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), í Morgunblaðinu í dag um niðurstöður könnunar Gallup á mati stjórnenda stærstu fyrirtækja Íslands á aðstæðum í atvinnulífinu og væntingum þeirra til aðstæðna í atvinnulífinu eftir sex mánuði. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær telja stjórnendur fleiri fyrirtækja horfur í efnahagslífinu betri en fyrir tæpum fjórum mánuðum. Aftur á móti telja enn 40% stjórnenda að aðstæður versni en einungis 13% telja að þær batni. Þá eru væntingar langsamlega minnstar í ferðaþjónustu og sjávarútvegi.

Bjarnheiður segir að þrátt fyrir að óvissutímar séu í sjónmáli sé jákvæður punktur að krónan hafi verið að veikjast. „Það er gríðarlega jákvætt fyrir allar útflutningsgreinar og hlýtur að gilda jafnt um sjávarútveg og ferðaþjónustu.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir