Gera íslensku krónuna að rafeyri

Jón Helgi Egilsson.
Jón Helgi Egilsson.

Nú þegar leyfi FME er í höfn má Monerium gefa út rafeyri í íslenskum krónum fyrir bálkakeðjur.

Með því opnast fyrir möguleikann á að nýta þá áhugaverðu tækni sem orðið hefur til í kringum sýndarfé á borð við bitcoin og ethereum, nema hvað viðskiptin geta nú farið fram með raf-krónum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Á næstu mánuðum mun Monerium sækja um skráningu víðar í Evrópu og „bálkakeðjuvæða“ gjaldmiðla fleiri þjóða. Segja má að þetta brúi bilið á milli gamla fjármálaheimsins og hins nýja hliðstæða en aðskilda fjármálaheims sem orðið hefur til í kringum sýndarfé.

Leiðrétt:

Í umfjöllun Morgunblaðsins um Monerium, í blaðinu í dag, gætti ónákvæmni þar sem orðið „rafmynt“ var notað á tveimur stöðum en réttara hefði verið að nota orðið „rafeyrir".

Um tvö ólík hugtök er að ræða þar sem rafmynt vísar til enska orðsins „cryptourrency“ en rafeyrir er þýðing á orðinu „e-money“ og er m.a. skilgreint í lögum nr. 17/2013 um útgáfu og meðferð rafeyris.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK