Kaup Öskju á Honda-umboðinu samþykkt

Honda CR-V.
Honda CR-V.

Kaup Bílaumboðsins Öskju ehf. á þeim hluta af rekstri Bernhard ehf. sem fer með Honda-umboðið á Íslandi hafa verið samþykkt. Greint er frá því á vef Samkeppniseftirlitsins.

Bílaum­boðið Bern­h­ard ehf. hef­ur haft umboðið fyr­ir jap­anska fram­leiðand­ann frá ár­inu 1962.

Greint var frá því að Honda-umboðið færi til Öskju í lok apríl, með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu.

Fram kemur á vef Samkeppniseftirlitsins að Askja og Bernhard hafi hvort um sig starfað við innflutning og sölu á nýjum bifreiðum. Í meginatriðum er vöruframboð beggja fyrirtækja sambærilegt, að því leyti að samrunaaðilar flytja inn allt frá smábílum til jeppa. Askja mun í framhaldi af kaupum á umboði fyrir Honda á Íslandi geta boðið upp á allar tegundir Honda bifreiða. 

Samkeppniseftirlitið áréttar að forsendur kunna að vera fyrir því að skipta markaði fyrir fólksbíla upp í undirmarkaði í samræmi við þrengri skilgreiningar, svo sem eftir því hvort um er að ræða sölu á smábílum eða lúxussbifreiðum. Eins og mál þetta er vaxið þótti hins vegar ekki þörf á að skipta mörkuðum upp eftir slíkum flokkum.

Askja og Bernhard hafa einnig rekið þjónustuverkstæði þar sem veitt er viðgerðarþjónusta fyrir þær bifreiðar sem fluttar eru inn af hálfu aðila. Þá eru einnig fyrir hendi verkstæði í rekstri þriðju aðila sem hlotið hafa viðurkenningu til að veita slíka þjónustu. Samkeppniseftirlitið telur að til álita geti komið að viðhald og viðgerðir ákveðinna bifreiðamerkja af hendi verkstæða sem hlotið hafa viðurkenningu til slíkra verka, geti talist sérstakur markaður. Þó var í málinu ekki talið tilefni til þess taka afstöðu til þessa.

Með hliðsjón af staðreyndum málsins og að undangenginni rannsókn er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sú að kaup Öskju á þeim hluta af rekstri Bernhard, er snýr að umboði fyrir Honda á Íslandi, leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum er ekki talin ástæða til að aðhafast vegna samrunans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK