ÁTVR opið fyrir nýju neftóbaki

Íslenskt bagg.
Íslenskt bagg. mbl.is/Alexander

Sölubann ÁTVR á öðru neftóbaki en því sem stofnun framleiðir sjálf var aflagt um mánaðamót og verður það ekki tekið upp að nýju nema með aðkomu stjórnvalda.

Aðeins ein tegund neftóbaks er löglega til sölu hérlendis, Íslenskt neftóbak, sem ÁTVR framleiðir sjálft og annast heildsölu en þó ekki smásölu, öfugt við áfengi, þar sem ÁTVR annast smásölu en ekki heildsölu.

Árið 2011 bárust ÁTVR fjórar umsóknir frá birgjum sem vildu að neftóbak sitt yrði tekið til sölu, en grunur lék á að vörurnar væru í raun ætlaðar sem munntóbak þótt þær væru markaðssettar neftóbak. Munntóbak er enda ólöglegt á Íslandi.

Þær áhyggjur stjórnvalda eru þó í raun kaldhæðnislegar í ljósi þess að fyrir liggur að um 80% af íslensku „neftóbaki“ er notað sem munntóbak, líkt og greint er frá í Viðskiptablaðinu í gær.

Í samtali við mbl.is segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, að hin áhugasömu fyrirtæki séu íslensk, en ekki liggur fyrir hvort hugmyndin er að framleiða tóbak á Íslandi eða eingöngu að flytja inn erlenda vöru.

Í lögfræðiáliti sem ÁTVR lét gera árið 2013 kom fram að hinar nýju tegundir væru sambærilegar íslensku neftóbaki að flestu leyti. Í bréfi stofnunarinnar til heilbrigðisráðuneytisins nú sex árum síðar segir stofnunin að hún telji sig „ekki hafa lagaheiild til að banna [neftóbak] alfarið miðað við óbreytt lagaumhverfi“. Því sé nú tekið við umsóknum frá einkaaðilum um sölu á öðru neftóbaki.

Enn hafa engar umsóknir borist ÁTVR en Sigrún segist eiga von á því að þær berist á næstu vikum og mánuðum. Aðspurð segir Sigrún ekki útilokað að ÁTVR muni hætta framleiðslu eigin neftóbaks ef aðrar tegundir koma inn á markaðinn, en bætir þó við að engin ákvörðun hafi verið tekin um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK