Ógildir ekki 50 milljóna sekt

Héraðsdómstóll Reykjavíkur hefur hafnað því að ógilda ákvörðun FME um …
Héraðsdómstóll Reykjavíkur hefur hafnað því að ógilda ákvörðun FME um að sekta Eimskip um 50 milljónir króna.

Eimskip tapaði í máli sínu gegn Fjármálaeftirlitinu (FME) og íslenska ríkinu fyrir Landsrétti í dag og með því hafnaði dómstóllinn kröfu Eimskipa um að ógilda 50 milljóna stjórnvaldssekt sem Eimskipum var gert að greiða samkvæmt úrskurði FME.

Áttunda mars 2017 ákvað FME að sekta Eimskip um 50 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti þar sem félagið hafi ekki sinnt skyldu til þess að birta allar þær innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli.

Snýr málið að því að Eimskip hafi ekki birt tafarlaust upplýsingar um mjög bætta rekstrarafkomu félagsins fyrsta ársfjórðung 2016, en um var að ræða 66,5% betri afkomu en árð á undan og hefur FME talið að um innherjaupplýsingar hafi verið að ræða.

Fjórða apríl tilkynnti Eimskip Kauphöllinni að félgið hygðist vísa úrskurði FME til dómstóla. Í til­kynn­inguni kom fram að Eim­skip væri ósam­mála þeirri lög­skýr­ingu sem var til grund­vall­ar niður­stöðu FME.

Kröfðu ríkið og FME um 50 milljónir

Krafðist Eimskip ógildingu ákvörðun FME um 50 milljóna stjórnvaldssekt, að íslenska ríkinu yrði gert að greiða Eimskipum 50 milljónir króna með dráttarvöxtum og að FME auk íslenska ríkinu yrði gert að greiða málskostnað Eimskipa.

Héraðsdómur Reykjavíkur tók ekki undir málsástæður Eimskipa og hafnaði því að ógilda sekt FME þegar dómur féll í héraði í apríl 2018. Þá var Eimskipum gert að greiða FME 1,2 milljónir og íslenska ríkinu 400 þúsund krónur vegna málskostnaðar.

Eimskip ákvað að áfrýja málinu og staðfesti Landsréttur í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, en félaginu var gert að greiða FME og íslenska ríkinu samtals 2,7 milljónir krónavegna málskostnaðar fyrir Landsrétti og Héraðsdómi Reykjavíkur.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK