3,3% verðbólga í júní

Verðbólga í júní mælist 3,3%.
Verðbólga í júní mælist 3,3%. mbl.is/​Hari

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júní 2019, er 469,8 stig og hækkar um 0,38% frá fyrri mánuði. Verðbólga mælist því 3,3%, samanborið við 3,6% í síðasta mánuði. 

Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 6,5% frá fyrri mánuði og verð á viðhaldi og viðgerðum á húsnæði hækkaði um 2,3% milli mánaða, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hagstofunni. 

Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5% og hefur verðbólgan ekki haldist undir því síðastliðna 12 mánuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK