Funda stíft með risunum

Senn skýrist hvort Icelandair leiti í smiðju fleiri en aðeins …
Senn skýrist hvort Icelandair leiti í smiðju fleiri en aðeins Boeing. mbl.is/Árni Sæberg

Forsvarsmenn Icelandair Group stefna að því að ljúka viðræðum við Airbus og Boeing um framtíðarskipan flugvélaflota félagsins fyrir lok septembermánaðar. Samninganefndir frá flugrisunum tveimur hafa átt allnokkra fundi með lykilstarfsmönnum Icelandair hér á landi á undanförnum vikum.

Einnig hafa einhverjir fundir átt sér stað á starfsstöðvum Boeing í Bandaríkjunum og skrifstofum Airbus í Evrópu. Á nýafstaðinni flugsýningu í París, sem haldin er annað hvert ár, reyndist Airbus hlutskarpari aðilinn þegar kom að nýjum pöntunum frá flugfélögum og flugvélaleigufyrirtækjum.

Þar vakti ekki síst athygli mikil velgengni vélar sem nefnd hefur verið Airbus A321XLR og búist er við að afhent verði kaupendum frá árinu 2023. Er sú vél talin álitlegur arftaki Boeing 757-200-vélanna sem reynst hafa hryggjarstykkið í flota Icelandair allt frá árinu 1990.

Hins vegar bíður flugheimurinn enn í ofvæni eftir að sjá meira af vél sem Boeing segist vera með á teikniborðinu og líklega mun fá tegundarheitið 797. Sú vél er talin munu hafa á að skipa eiginleikum 757-vélanna og þar með geta hentað vel í flota Icelandair. Hins vegar er markaðurinn orðinn vantrúaður á að Boeing muni takast að afhenda þá vél frá árinu 2025 eins og talað hefur verið um. Áhöld eru um hvort Icelandair geti beðið mikið lengur með að skipta út 757-vélunum sem allar eru að komast til ára sinna, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK