Hlakkar til að hætta

Már Guðmundsson seðlabankastjóra er efst í huga tilhlökkun.
Már Guðmundsson seðlabankastjóra er efst í huga tilhlökkun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér er efst í huga tilhlökkun,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri er hann var spurður hvað honum væri efst í huga í ljósi þess að þetta hafi verið síðasta vaxtaákvörðun sem hann kemur að áður en hann lætur af störfum.

Undir lok kynningarfundar Seðlabanka Íslands í dag vegna ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig, rifjaði Már upp breytingar sem hafa átt sér stað frá því hann í fyrsta sinn tók þátt í að tilkynna vaxtaákvörðun þann 24. september 2009.

„Þá var ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum í tólf prósentum og núna eru þeir 3,75%. Þá var verðbólgan mæld 11% og nú var hún mæld síðast 3,3%. Skráð atvinnuleysi var 8,5% og á leiðinni upp, nú er það 3,7%. Langtímavextir voru rúm 8% óverðtryggðir […] en þeir eru núna tæp 4%,“ sagði seðlabankastjóri.

„Ég held að það sé óhætt að segja að þrátt fyrir allt hafi náðst töluverður árangur á þessum tíma,“ bætti hann við.

Þá sagði hann að á starfstímanum hafi þessir kynningarfundir batnað mikið og að þeir væru mikilvægur þáttur í starfi Seðlabankans. Jafnframt hafi fjölmiðlar sinnt hlutverki sínu vel og spurt erfiðra spurninga þegar tilefni hafi verið til.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK