Skipuritsbreytingar hjá Festi

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festa, segir skipulagsbreytingar félagsins miða að …
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festa, segir skipulagsbreytingar félagsins miða að strumlínulögun og fækkun stoðsviða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðný Rósa Þorvarðardóttir, sem sinnt hefur stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Festi hf. og Bakkans vöruhúss, hefur sagt starfi sínu lausu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Festa til fjölmiðla. Hún hefur sinnt stöðu framkvæmdastjóra frá árinu 2015 og lætur af störfum um mánaðamót.

Þá segir jafnframt að gerðar verða skipulagsbreytingar sem miða að því að viðskiptaþróun færist inn í einstaka rekstrarfélög. Festi hf. rekur N1, Krónuna, Elko og Bakkann vöruhús. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festa, mun taka við framkvæmdastjórn Bakkans vöruhúss samhliða breytingunum en Guðný gegndi því starfi áður.

„Við teljum mikilvægt að  efla sjálfstæða viðskiptaþróun hvers félags fyrir sig og  styrkja þau hvert á sínu sviði. Með þessu móti nær hvert félag betri tengingu við bæði sitt einstaka viðskiptaumhverfi sem og að sjálfsögðu við sína viðskiptavini. Við náum á sama tíma að straumlínulaga reksturinn og fækka stoðsviðum,“ er haft eftir Eggert Þór í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK