Verðbólguhorfur skipta höfuðmáli

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun vera ánægjulega, en ekki koma á óvart. 

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans kynnti í morg­un að stýri­vext­ir yrðu lækkaðir um 0,25 pró­sentu­stig. Þetta er önn­ur vaxta­lækk­un­in í röð, en í maí voru þeir lækkaðir um 0,5 pró­sentu­stig. Stýri­vext­ir eru nú 3,75% og hafa ekki verið lægri síðan 2012.

„Mér sýnist þessi lækkun vera í samræmi við það sem flestir hafa verið að gera ráð fyrir. Engu að síður er mjög ánægjulegt að sjá að það sé gott samspil núna á milli þess sem við erum að gera í ríkisfjármálum, nýgerðra kjarasamninga og síðan peningamála,“ segir Bjarni. 

Aðspurður segir Bjarni erfitt að segja til um hvort líklegt sé að vaxtalækkunarstefna Seðlabankans eigi eftir að halda áfram. 

„Það er ekki gott að segja hvernig horfur verða næst þegar kemur að ákvörðun. Í augnablikinu virðumst við frekar vera í þessum farsa heldur en hinum. Ég er meira að horfa á verðbólguhorfurnar og í augnablikinu finnst mér mikilvægara að vísbendingar og væntingar séu til þess að verðbólga sé ekki á uppleið,“ segir Bjarni. 

Verðbólga hef­ur enn sem komið er verið í sam­ræmi við síðustu spá Seðlabank­ans en sam­kvæmt spánni hef­ur hún náð há­marki og mun hjaðna í átt að mark­miði bankans þegar líður á árið. Mælist verðbólgan nú 3,3% en gefið er að verðbólguvæntingar nálgist markmiði upp á 2,5% hér eftir út árið.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK