Yfir 1.000 sæti í boði á Granda

Nýr veitingastaður á Granda tekur á sig mynd.
Nýr veitingastaður á Granda tekur á sig mynd.

Framkvæmdir við nýjan veitingastað við Grandagarð 14 í Reykjavík eru komnar vel á veg. 32 metra löng bryggja við húsið er farin að taka á sig mynd og að sögn Haraldar Reynis Jónssonar, eiganda hússins, stendur til þess að auglýsa húsnæðið fyrir rekstraraðila í haust.

Um er að ræða lóð þar sem Slysavarnafélag Íslands reisti hús upp úr miðri síðustu öld en húsið er staðsett við hlið Mathallarinnar á Granda. Fyrsta hæð hússins er 288 fermetrar og bryggjan við húsið verður um 200 fermetrar. Staðurinn mun geta tekið 70-80 manns í sæti án bryggjunnar.

„Framkvæmdir klárast örugglega í lok sumars. Það er verið að byggja bryggjuna og skipta um klæðningu og glugga á húsinu sem snýr að bryggjunni,“ segir Haraldur í samtali við ViðskiptaMoggann.

Miklu lífi hefur verið blásið í Grandann í Reykjavík á síðustu árum og hvert veitingahúsið á fætur öðru hafið rekstur á svæðinu. Samkvæmt lauslegri úttekt ViðskiptaMoggans er í dag pláss fyrir yfir 1.000 manns í sæti á veitingastöðum á Grandanum.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK