Mál Pressunnar og DV aftur í hérað

Landsréttur felldi tvo úrskurði úr gildi og vísaði þeim til …
Landsréttur felldi tvo úrskurði úr gildi og vísaði þeim til héraðsdóm til efnismeðferðar. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Landsréttur felldi í gær tvo úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málum þrotabúa DV ehf. og Pressunnar ehf. gegn NRS Media úr gildi og vísaði málunum aftur til héraðsdóms til efnismeðferðar.

Þrotabú Pressunnar og þrotabú DV höfðuðu mál gegn NRS Media Ltd. seint á síðasta ári og kröfðust riftunar á greiðslum til félagsins. Í máli Pressunnar hljóðaði fjárhæðin upp á 5 milljónir króna en í máli DV var krafist riftunar á tveimur greiðslum, samtals að fjárhæð 11,7 milljónir króna.

Í úrskurðunum Landsréttar kemur fram, að NRS Media hafi gert árangurslaust fjárnám vegna skulda DV ehf. og Pressunnar ehf. við félagið. Eftir samningaviðræður náðu aðilar að semja um uppgjör og voru áðurgreindar greiðslur inntar af hendi sem liður í því uppgjöri. Þrotabúin krefjast riftunar á þessum greiðslum á þeim grundvelli að ljóst hafi verið að DV og Pressan gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að málin væru höfðuð á röngu varnarþingi og var því fallist á kröfur NRS Media um frávísun. Í úrskurðum Landsréttar kemur aftur á móti fram að í samningum milli aðila hafi verið tekið fram að íslensk lög gildi um þá og að íslenskir dómstólar hefðu einir lögsögu í málum varðandi þá. Að því virtu var talið að þrotabú DV og Pressunnar hefðu réttilega höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og málin send aftur þangað til efnislegrar meðferðar.

Úrskurðir Landsréttar í heild sinni: Þrotabú DV ehf. og þrotabú Pressunnar ehf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK