Arion banki kolefnisjafnaður

Arion banki hyggst planta trjám til að vega upp á …
Arion banki hyggst planta trjám til að vega upp á móti kolefnislosun sinni þetta árið. mbl.is/Ómar

Arion banki hefur samið við Kolvið, samstarfsverkefni Landverndar og Skógræktarfélag Íslands, um bindingu þeirrar kolefnislosunar sem hlýst af starfsemi bankans. Kolviður mun binda kolefni í gróðri og jarðvegi með landgræðslu og skógrækt og gróðursetja allt að 5.000 tré til að bæta upp fyrir kolefnisútblástur þessa árs.

Í tilkynningu frá bankanum segir að kolefnisjöfnun á daglegum rekstri bankans sé liður í vegferð bankans í umhverfismálum, en Arion banki undirritaði árið 2015 loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar og hefur síðan þá unnið að því að kortleggja umhverfisáhrif af starfsemi sinni í samstarfi við nýsköpunarfyrirtækið Klappir grænar lausnir.

Til ýmissa aðgerða hefur verið gripið, svo sem að rafvæða hluta bílaflota bankans, draga úr plastnotkun, flokka úrgang og draga úr sóun. Þá hafa samgöngustyrkir staðið starfsfólki, sem velur vistvænan ferðamáta til og frá vinnu, til boða frá árinu 2012 auk þess sem bankinn býður viðskiptavinum helmingsafslátt af lántökugjöldum við fjármögnun vistvænna bíla.

„Með því að kolefnisjafna starfsemi Arion banka horfum við til framtíðar. Kolefnisjöfnun með skógrækt og landgræðslu er engin skyndilausn á þeim loftslagsvanda sem heimurinn stendur frammi fyrir heldur tekur það áratugi að kolefnisjafna hvert rekstrarár,“ er haft eftir Stefáni Péturssyni, starfandi bankastjóra Arion banka, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK