Eimskip svarað fyrir héraðsdómi

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir Eimskipum verði svarað fyrir …
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir Eimskipum verði svarað fyrir dómstólum. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Samkeppniseftirlitið telur að rannsóknin sé lögum samkvæmt og mun eftirlitið svara málatilbúnaði félagsins við meðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við mbl.is um kröfu Eimskips um að rannsókn stofnunarinnar á félaginu verði úrskurðuð ólögmæt.

Páll Gunnar kveðst ekki hafa meira um málið að segja á þessu stigi og vísar á yfirlýsingu á vef stofnunarinnar.

Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskips, sagði í samtali við mbl.is í gær að krafa Eimskips byggir meðal annars á því að félagið telji rannsóknina hafa verið formlega felld niður árið 2015 og að um sé að ræða ólögmæta haldlagningu gagna. Jafnframt að Samkeppniseftirlitið í raun hafa staðið fyrir lögreglurannsókn sem ekki sé í verkahring stofnunarinnar.

Á vef Samkeppniseftirlitsins segir stofnunin að „umrædd rannsókn Samkeppniseftirlitsins hófst með húsleit í september 2013. Var eldri rannsókn á tilteknum afmörkuðum atriðum sameinuð málinu. Hefur rannsókn eftirlitsins staðið sleitulaust síðan og miðar rannsókninni vel, en umfang rannsóknarinnar er verulegt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK