Hætta við kaup á MAX-vélum

Flugfélag í Sádi-Arabíu hefur hætt við kaup á 737 Max-vélum.
Flugfélag í Sádi-Arabíu hefur hætt við kaup á 737 Max-vélum. AFP

Sádi-arabíska lággjaldaflugfélagið Flyadeal hefur hætt við að kaup á 30 Boeing 737 MAX-flugvélum vegna tveggja flugslysa Boeing síðustu mánuði þar sem 346 fórust.

Flug­vél­arn­ar sem hröpuðu voru báðar af gerðinni MAX 737. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október og það síðara í Eþíópíu í mars.

Max-farþegaþoturnar voru kyrrsettar eftir slysið í mars og hefur flugvélaframleiðandinn Boeing unnið að úrbótum sem fullnægja öryggissjónarmiðum.

Fram kemur í frétt BBC að Flyadeal snúi sér að helsta keppinauti Boeing, flugvélaframleiðandanum Airbus, og muni kaupa 30 A320-vélar frá þeim. Flydeal er í eigu ríkisrekna flugfélagsins Saudi Arabian Airlines.

Engin dagsetning hefur verið gefin út um það hvenær MAX-vélarnar hefji sig aftur til flugs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK