Hagnaðurinn 1.400 milljónir í stað 800

Útlit er fyrir að hagnaður VÍS á öðrum ársfjórðungi fyrir …
Útlit er fyrir að hagnaður VÍS á öðrum ársfjórðungi fyrir skatta verði á bilinu 1.400-1.450 milljónir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir að afkoma VÍS verði rúmum 600 milljónum hagstæðari en afkomuspá félagsins gerði ráð fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem birt var á vef Kauphallarinnar í kvöld.

Þar segir að drög að árshlutauppgjöri bendi til þess að hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi fyrir skatta verði á bilinu 1.400-1.450 milljónir króna, en afkomuspá félagsins gerði ráð fyrir hagnaði fyrir skatta upp á 814 milljónir króna á tímabilinu.

Er helsta ástæða betri afkomu sögð vera hærri ávöxtun fjáreigna á tímabilinu.

Miðað við fyrirliggjandi forsendur áætlar félagið að hagnaður ársins 2019 fyrir skatta verði um 3.300 milljónir króna.

Félagið tilkynnir að öðru óbreyttu sérstaklega ef frávik frá væntum hagnaði ársins 2019 fyrir skatta er umfram 10%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK