Svipaður fjöldi og 2016

Frá Leifsstöð.
Frá Leifsstöð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 195 þúsund erlendir gestir fóru um Leifsstöð í júní sem er fækkun um 16,7% milli ára. Fjöldinn var svipaður milli ára fyrstu þrjá mánuði ársins, áður en WOW air fór í þrot.

Þetta kemur fram í Vikubyrjun hagfræðideildar Landsbankans.

Þar kemur fram að fjöldi erlendra gesta í nýliðnum júnímánuði hafi verið mjög svipaður og í júní 2016. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem fjöldinn er svipaður og í sama mánuði 2016.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK