Taconic stærsti hluthafi Arion

Taconic hefur eignast um 10% af hlutafé Arion banka og …
Taconic hefur eignast um 10% af hlutafé Arion banka og á nú um fjórðungshlut. mbl.is/Ómar

Kaupskil, félag í eigu Kaupþings, hefur lokið sölu á öllu hlutafé sínu í Arion banka. Um er að ræða 20% eignarhlut í bankanum og er talið að söluverð hafi verið um það bil 27,4 milljarðar króna, að því er segir á vef Fréttablaðsins.

Þá segir að vogunarsjóðurinn Taconic Capital hafi keypt um helming hluta Kaupskila, en fyrir átti sjóðurinn 16% hlut í bankanum og á hann nú um fjórðungshlut og er því stærsti einstaki hluthafi bankans.

Taconic á einnig 48% hlut í Kaupþingi, umsýslufélagi þrotabúseigna Kaupþingsbanka sem féll 2008.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK