Bréf í Icelandair hríðfalla

Hlutabréf í Icelandair hafa hríðfallið í viðskiptum í morgun og nemur lækkunin núna 6,22%. Standa bréf félagins í 9,79 krónum á hvern hlut, en heildarviðskipti með bréf félagsins nema í dag 120 milljónum.

Félagið sendi fyrr í morgun frá sér tilkynningu um að kyrrsetning Boeing 737 MAX-flugvéla félagsins muni vara lengur en reiknaði hafði verið með og að nú sé gert ráð fyrir að kyrrsetningin muni vara til loka október.

Í morgun var einnig greint frá áhuga Emirates á að hefja flug til Íslands í Viðskiptamogganum og í Fréttablaðinu var greint frá því að fyrrverandi starfsmenn WOW air væru að vinna að því að stofna nýtt lággjaldaflugfélag á grunni WOW. Væru þeir meðal annars komnir með stuðning frá írskum fjárfestingasjóði í eigu Aislinn Whittley-Ryan, dóttur eins af stofnendum Ryanair.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK