Íslandsbanki opnar á Apple Pay

Íslandsbanki fetar í fótspor hinna bankanna.
Íslandsbanki fetar í fótspor hinna bankanna. Ljósmynd/Íslandsbanki

Viðskipta­vin­ir Íslandsbanka geta nú tengt kred­it- og de­bet­kort sín við Apple Pay og greitt fyr­ir vör­ur og þjón­ustu með iP­ho­ne, Apple Watch, iPad og Mac.

Landsbankinn og Arion banki riðu fyrstir íslenskra banka á vaðið í maí, en vinna var þá þegar hafin hjá Íslandsbanka við að bjóða sömu þjónustu fyrir korthafa bankans.

Það ferli gengur ekki þrautalaust fyrir sig, líkt og Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Landsbankans, fékk að reyna og greindi frá í samtali við mbl.is á dögunum.

Í óformlegu spjalli blaðamanns mbl.is við starfsmenn Íslandsbanka segja þeir allir að mikið hafi verið spurt út í Apple Pay undanfarnar vikur: hvers vegna bankinn hafi ekki þegar tekið þjónustuna í notkun eins og hinir stóru bankarnir, og hversu lengi þeir þurfi eiginlega að bíða. En nú er sú bið sumsé á enda.

Landsmenn hafa tekið nýjunginni fagnandi enda um þægilega lausn að ræða; í stað þess að þurfa að burðast með veskið og draga fram kortið, er síminn —sem er jú alltaf við höndina — einfaldlega lagður að posanum, með þumal á fingrafararskannanum, og greiðslan gengur í gegn.

Talið að um 40 þúsund íslensk kort hjá Arion og Landsbankanum hafi verið skráð í kerfið á fyrstu fimm vikunum. Rétt er þó að taka framað hver notandi getur haft nokkur kort á skrá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK