Mandi opnar nýtt útibú í dag

Frá Mandi Ingólfstorgi.
Frá Mandi Ingólfstorgi. Ásdís Ásgeirsdóttir

Skyndibitastaðurinn Mandi opnar í dag klukkan 17 nýtt útibú í Skeifunni. Þetta kemur fram á Facebook síðu staðarins, en undirbúningur vegna opnunarinnar hefur staðið yfir síðustu vikur. Ráðgert er að fjöldi fólks muni leggja leið sína í Skeifuna í dag, en opnunarinnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. 

Mandi, sem er rekið af Sýrlendingum, hefur notið mikilla vinsælda meðal Íslendinga og hefur fram til þessa einungis verið á einum stað, við Ingólfstorg í Reykjavík. Á staðnum er seldur mið-austurlenskur matur á borð við shawarma-vefjur, kebab og hummus. 

Í rýminu, sem nú mun hýsa Mandi, var áður rekið útibú Hlöllabáta. Hlöllabátar kvöddu hins vegar Skeifuna 28. apríl sl. og færðu sig yfir til Mosfellsbæjar.  

Nýi staðurinn í Skeifunni.
Nýi staðurinn í Skeifunni.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK