Minni hagvexti spáð á evrusvæðinu

AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lækkaði í morgun hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár vegna vaxandi spennu á alþjóðlegum mörkuðum og óvissu á stjórnmálasviðum. Þá einkum vegna áhættu af því að Bretland gangi úr sambandinu án samnings.

Evrópusambandið reiknar með að hagvöxtur á evrusvæðinu verði 1,4% á næsta ári en fyrri spá í maí gerði ráð fyrir 1,5%. Áfram er spáð 1,2% vexti á þessu ári.

Hagvöxturinn er einkum vegna mikils uppgangs í Mið- og Austur-Evrópu en á sama tíma hefur hægst á hagkerfum Þýskalands og Ítalíu. Þannig er reiknað með að hagvöxtur verði aðeins 0,5% í Þýskalandi á árinu en 0,1% á Ítalíu.

Hins vegar reiknar framkvæmdastjórnin með auknum hagvexti í Þýskalandi á næsta ári. Vöxturinn verði þannig 1,4%.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK