Ný stjórn Tækniþróunarsjóðs skipuð

Tryggvi Þorgeirsson, læknir og stofnandi Sidekickhealth.
Tryggvi Þorgeirsson, læknir og stofnandi Sidekickhealth. mbl.is/Rósa Braga

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað nýja stjórn Tækniþróunarsjóðs. Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir sem stuðla að nýsköpun í íslensku atvinnulífi og eflingu samkeppnishæfni landsins. Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu vísinda- og tækniráðs. 

Tækniþróunarsjóður fær 2,3 milljarða á ári á fjárlögum til að styrkja við nýsköpun- og þróunarstarf.

Samkvæmt tilkynningu á vefsíðu Stjórnarráðsins voru eftirtaldir skipaðir í stjórn sjóðsins:

• Tryggvi Þorgeirsson, Sidekickhealth, formaður stjórnar, tilnefndur af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 
• Laufey Hrólfsdóttir, Sjúkrahúsið á Akureyri, tilnefnd af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
• Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir, Primex, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins
• Óttar Snædal Þorsteinsson, Samtökum atvinnulífsins, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins, 
• Magnús Oddsson, Össur, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins
• Sigyn Jónsdóttir, Men and Mice ehf., tilnefnd af vísinda- og tækniráði

Tækniþróunarsjóður.
Tækniþróunarsjóður. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK