Skipun Gylfa yrði samstarfsflokkunum erfið

Gylfi Magnússon er í hópi þeirra fjögurra umsækjenda sem taldir …
Gylfi Magnússon er í hópi þeirra fjögurra umsækjenda sem taldir voru mjög vel hæfir af hæfisnefndinni. Haraldur Jónasson/Hari

„Það væri alveg örugglega ekki auðveld ákvörðun t.a.m. fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að sætta sig við að Gylfi Magnússon yrði valinn næsti Seðlabankastjóri. Ég held að það myndi valda miklum kurr í Sjálfstæðisflokknum, m.a. vegna framferðis Gylfa í Icesave-deilunni á sínum tíma. Það verði ekki hægt að horfa fram hjá því og ég held að hið sama eigi við í Framsóknarflokknum.“

Hörður Ægisson, viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins.
Hörður Ægisson, viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins.

Þetta segir Hörður Ægisson, viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins í viðtali í nýjasta Viðskiptapúlsi Viðskiptamoggans. Segir hann að ef forsætisráðherra sé á þeim buxunum að ná samstöðu milli samstarfsflokkanna sé líklegt að aðrir umsækjendur komi frekar til greina í embættið.

Hörður hefur verið í hópi þeirra sem hvað harðast hafa gagnrýnt skipunarferlið á nýjum seðlabankstjóra sem nú stendur yfir og fullyrðir hann raunar að það hafi frá upphafi verið „algjört klúður.“ Vísar hann þar til þeirrar staðreyndar að umsækjendur um embættið hafa sett alvarlegan fyrirvara við formennsku Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd sem forsætisráðherra skipaði í kringum skipunarferli nýs bankastjóra.

Óánægja einnig innan Landsbankans

Segir hann að sú óánægja sé þó ekki aðeins bundin við fyrrnefnda umsækjendur heldur sé einnig kurr innan bankaráðs Landsbankans með þá ákvörðun Sigríðar að taka verkefnið að sér. Þá hafi það valdið titringi að aðeins hafi liðið klukkutími frá því að Sigríður tilkynnti formanni bankaráðsins, Helgu Björk Eiríksdóttur, um að hún hefði tekið verkefnið að sér, þar til tilkynnt var um skipun hæfisnefndarinnar í fjölmiðlum.

Sigríður Benediktsdóttir var formaður hæfisnefndarinnar. Hún situr einnig í bankaráði …
Sigríður Benediktsdóttir var formaður hæfisnefndarinnar. Hún situr einnig í bankaráði Landsbankans. Ómar Óskarsson

„Það er á skjön við öll vinnubrögð sem tíðkast innan bankaráðs Landsbankans. Ég veit að margir í bankaráðinu eru ekki ánægðir með það,“ segir Hörður.

Líkt og fram kemur í ViðskiptaMogganum í morgun er búist við því að Katrín Jakobsdóttir muni tilkynna nýjan seðlabankastjóra nú í júlímánuði. Skipunartími Más Guðmundssonar rennur út um miðjan næsta mánuð.

Hlusta má á sextánda þátt Viðskipta­púls­ins hér að neðan. Þá má einnig nálg­ast fría áskrift að þátt­un­um í gegn­um helstu podcast-veit­ur fyr­ir iOS-snjall­tæki, á Spotify og Google Play.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK