Laaksonen ráðinn til Samskipa

Ráðning Laaksonen endurspeglar áherslu Samskipa á að ná frekari samþættingu.
Ráðning Laaksonen endurspeglar áherslu Samskipa á að ná frekari samþættingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samskip hafa ráðið Kari-Pekka Laaksonen sem forstjóra samsteypu Samskipa í Evrópu og verður hlutverk hans að hrinda af stað verkefnum sem ætlað er að auka vöxt fyrirtækisins með því að mæta betur markmiðum viðskiptavina þess.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samskipum, en þar segir að ráðning Laaksonen endurspegli áherslu Samskipa á að ná frekari samþættingu.

Kari-Pekka Laaksonen.
Kari-Pekka Laaksonen. Ljósmynd/Aðsend

Kari-Pekka hefur störf í höfuðstöðvum Samskipa í Rotterdam í Hollandi 1. ágúst, en hann kemur frá einum keppinauta Samskipa, finnska fyrirtækisins Containerships, en hann hefur þar leitt vöxt fyrirtækisins frá 2012 og býr yfir víðtækri reynslu úr skipageiranum sem yfirstjórnandi.

„Mér fannst það persónulega mjög spennandi tækifæri að koma til Samskipa því fyrirtækið hefur á að skipa víðtæku flutninganeti um gjörvalla Evrópu,“ segir Kari-Pekka. „Samkeppnin er hörð en Samskip ráða yfir einstöku þjónustuframboði þar sem jafnvægi er á stærðarskala flutninga á styttri sjóleiðum, lestum, prömmum eða vörubílum annarsvegar og hinsvegar skjótri ákvarðanatöku sem fylgir fyrirtæki í einkaeigu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK