Landsvirkjun tekur 19 milljarða að láni

Landsvirkjun endurfjármagnar sig.
Landsvirkjun endurfjármagnar sig. mbl.is/Jón Pétur

Skrifað var undir nýtt sambankalán Landsvirkjunar að fjárhæð 150 milljóna bandaríkjadala, um 19 milljarða króna, í dag. Lánið er í nokkrum erlendum gjaldmiðlum og verður notað til almennrar fjárstýringar, en í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að það veiti Landsvirkjun aðgang að fé, sem nýta megi eða endurgreiða eftir þörfum.

Með láninu, sem er án ríkisábyrgðar, endurfjármagnar Landsvirkjun eldra sambankalán að fjárhæð 200 milljóna bandaríkjadala en það hafði lokadag í desember 2020. Lægri fjárhæð nýja lánsins endurspeglar minni þörf Landsvirkjunar fyrir aðgengi að lausafél, ásamt sterkari fjárhagsstöðu fyrirtækisins, að því er segir í tilkynningunni.

Vaxtakjör lánsins eru tengd árangri Landsvirkjunar við að uppfylla ákveðin viðmið tengd sjálfbærni og ríma við áherslur Landsvirkjunar á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem fyrirtækið styður, og samfélagsábyrgð þess. Árangur fyrirtækisins sé metinn árlega og staðfestur af utanaðkomandi aðila.

Lánið veita viðskiptabankar Landsvirkjunar og höfðu Barclays-bankinn breski og sænski bankinn SEB umsjón með láninu, auk þess sem Arion banki, ING í Belgíu og BNP Paribas.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK