Óljóst hver hlutur WikiLeaks verður

Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks vill ekki gefa upp hversu stóran …
Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks vill ekki gefa upp hversu stóran hlut fjárfestar sem komu að því að kosta málaferli DataCell og SPP gegn Valitor fá í sinn hlut af 1,2 milljarða skaðabótum sem félagið fékk. AFP

Ekki er ljóst hversu stór hluti bótagreiðslna Valitor til félaganna Sunshine Press Production ehf. og DataCell ehf. rennur í raun til félaganna og þar með til WikiLeaks.

Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að ýmsir innlendir og erlendir fjárfestar hafi komið að fjármögnun áralangs málareksturs félaganna gegn Valitor gegn því að fá ríflega greitt ef að félögin myndu hafa betur í málinu.

Gerð var dómsátt í málinu og féllst Valitor á að greiða félögunum tveimur alls 1,2 milljarða króna í skaðabætur vegna slita á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé Wikileaks árið 2011.

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að bótagreiðslurnar myndu nýtast til þess að byggja upp starfsemi fjölmiðilsins og að þær kemur sér vel til þess að standa straum af lögmannskostnaði Julians Assange.

Áður en dómsáttin lá fyrir sagði Kristinn í viðtali við Viðskiptablaðið að fyrir tæpum tíu árum hefði verið gert samkomulag um að aðilar sem stæðu að DataCell myndu fjármagna málareksturinn, gegn skiptingu mögulegra bóta. Hann sagðist ekki ætla að upplýsa nánar um efni samkomulagsins.

Sveinn Andri fái hátt í tíu prósent

DV segist í dag hafa heimildir fyrir því að nú sé uppi ágreiningur um skiptingu bótanna á milli félaganna tveggja og segir blaðið að yfir 500 milljónir af þeim 1,2 milljörðum sem Valitor greiðir fari til fjárfesta sem lögðu til fé vegna málskostnaðarins.

Viðskiptablaðið segir að Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður félaganna, fái hátt í tíu prósent af skaðabótunum í sinn hlut, en hann staðfesti við blaðið að hann hefði gert samkomulag um að fá greiðslu fyrir störf sín í hlutfalli við skaðabótagreiðsluna, en að efni þess samkomulags væri að öðru leyti trúnaðarmál.

Þessi tengsl lögmannsins við félögin tvö urðu til þess að Arion banki, eigandi Valitor, reyndi að fá Svein Andra settan af er hann var skipaður skiptastjóri yfir búi WOW air, þar sem Arion banki var á meðal stærstu kröfuhafa.

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður er sagður fá hátt í tíu …
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður er sagður fá hátt í tíu prósent af greiðslunni í sinn hlut. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK