Sameina Allrahanda og Reykjavík Sigthseeing

Allrahanda rekur meðal annars rútur undir merkjum Gray line.
Allrahanda rekur meðal annars rútur undir merkjum Gray line.

Ferðaþjónustufyrirtækin Allrahanda GL ehf og Reykjavík Sigthseeing Invest ehf hafa tilkynnt Samkeppniseftirlitinu um fyrirhugaða sameiningu á næstu mánuðum, en fyrirtækin eru bæði með áætlunarakstur til og frá Keflavíkurflugvallar, auk afþreyingarferða og hópferða. Sameiningin er með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum.

Starfsemi Allrahanda GL er rekin undir vörumerkjunum Gray Line og Airport Express. Vörumerki Reykjavík Sigthseeing Invest eru Airport Direct, Reykjavík Sightseeing og SmartBus.

Fram kemur að meginástæða sameiningarinnar séu óhagstæð rekstrarskilyrði sem hafi leitt til óviðunandi afkomu. „Þar vegur þyngst hækkun launakostnaðar og annars rekstarkostnaðar. Þó svo að dregið hafi lítillega úr styrk krónunnar, þá vegur það ekki upp á móti þeirri fækkun ferðamanna sem við blasir. Þá er mikil samkeppni á þessum vettvangi og fyrirséð að hún muni harðna enn frekar,“ segir í tilkynningunni,

Tekið er fram að þrátt fyrir umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir undanfarin misseri hjá báðum fyrirtækjum hafi það ekki dugað til að vega upp á móti versnandi stöðu. Sameingin sé því talin skynsamleg til að stuðla að sjálfbærum rekstri.

Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, við einn af bílum …
Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, við einn af bílum Airport direct sem er í eigu Reykjavík Sigthseeing Invest.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK