Tölvutek opnar á ný

Stefnt er að opnun verslana Tölvuteks í Reykjavík og á …
Stefnt er að opnun verslana Tölvuteks í Reykjavík og á Akureyri innan fárra vikna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tölvutek opnar verslanir sínar á ný í Reykjavík og á Akureyri, en fyrirtækið er nú dótturfélag Origo. Verður áherslan sem fyrr á vandaðan tölvubúnað og góð þjónusta.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tölvutek á Facebook, en tilkynnt var um gjaldþrot fyrirtækisins í lok júní.

Stefnt er að opnun verslana Tölvuteks í Reykjavík og á Akureyri innan fárra vikna og að því er segir í færslu Tölvuteks verður „að sjálfsögðu“ tekið við gjafakortum, auk þess sem unnið er að samningum við alla birgja Tölvuteks til að tryggja ábyrgð á búnaði.

Með aðkomu Origo að Tölvutek opnast fjöldi nýrra tækifæra til að gera enn betur og [hlökkum við] til að opna verslanir fljótlega með frábærum opnunartilboðum.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK