Tryggingakaup taki örfáar sekúndur

Nú er hægt að kaupa tryggingar í gegnum snjallforrit Arion …
Nú er hægt að kaupa tryggingar í gegnum snjallforrit Arion banka. AFP

Í nýrri útgáfu af snjallforriti Arion banka má nú finna flipa þar sem viðskiptavinum stendur til boða að fá tilboð í og kaupa tryggingar. Með þessu verður viðskiptavinum bankans gert kleift að fá tilboð og ganga frá kaupum á bíla- og heimilistryggingum á örfáum sekúndum. Þetta kemur fram heimasíðu Arion banka.

Unnið hefur verið að uppfærslunni í samstarfi við tryggingafélagið Vörð og hefur undirbúningur staðið yfir í nokkra mánuði. Nýjungin er ein fjölmargra sem Arion banki hefur kynnt undanfarin misseri.

Ný útgáfa snjallforritsins er fáanleg fyrir alla Apple og Android síma, en nánari upplýsingar um hvar hægt er að nálgast uppfærsluna má finna á heimasíðu Arion banka.  Útfærslan er ekki endanleg og því eru viðskiptavinir bankans hvattir til að veita endurgjöf ef eitthvað skyldi betur mega fara.

Nýja flipann er nú að finna í nýrri uppfærslu snjallforrits …
Nýja flipann er nú að finna í nýrri uppfærslu snjallforrits Arion banka.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK