Hlutabréf Icelandair falla

Hlutabréf Icelandair hafa fallið um 6% það sem af er …
Hlutabréf Icelandair hafa fallið um 6% það sem af er degi. mbl.is/Árni Sæberg

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hafa lækkað um 6,05% frá opnun markaða í dag í 68 milljón króna viðskiptum. Bréfin féllu talsvert í vikunni og nam lækkun í fyrradag um 4,69% og 1,2% í gær.

Lækkunin í dag kemur í kjölfar frétta af bandarískum fjárfesti sem hefur fest kaup á eignum úr þrotabúi WOW air. Er talið að umræddur aðili stefni á að hefja flugrekstur.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK