Lækkar óverðtryggða vexti um eitt prósentustig

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er til húsa við Kringluna.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er til húsa við Kringluna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Lífeyrðissjóðs verzlunarmanna (LV) ákvað í gær að lækka fasta óveðrtryggða vexti fasteignalána sjóðsfélaga úr 6,12% í 5,14%, að því er fram kemur í tilkynningu á vef lífeyrissjóðsins.

Breytingin tók gildi í gær og á við um ný lán sem veitt eru frá og með gærdeginum.

Stjórn sjóðsins tilkynnti 24. maí að hækka breyti­lega vexti verðtryggðra sjóðfé­lagalána úr 2,06% upp í 2,26%, en tveim­ur dög­um fyrr hafði Seðlabanki Íslands lækkað stýri vexti um hálft pró­sentu­stig.

Ákvörðunin var harðlega gagnrýnd og samþykkti stjórn VR um miðjan júní að umboð stjórnarmanna hjá sjóðnum sem sátu fyrir hönd verkalýðsfélagsins yrði afturkallað.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK