Úrsögn vegna 3. orkupakkans

Gæðabakstur.
Gæðabakstur. mbl.is/Rósa Braga

Bakaríið Gæðabakstur hefur ákveðið að segja sig úr Landssambandi bakarameistara. Þetta staðfestir framkvæmdastjórinn Vilhjálmur Þorláksson í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að bakaríið hafi nú þegar skilað inn formlegri umsókn um úrsögn.

„Ég sé ekki alveg samleið lengur með Samtökum iðnaðarins. Ástæðan er sú að SI ályktuðu gegn okkur í þriðja orkupakkamálinu. Ég er ekki ósáttur við landssamtökin, heldur er þetta eina leiðin til að losna úr SI.“

Orkuverðið hækkaði

Eins og fjallað var um á mbl.is á sínum tíma gagnrýndu samtökin málflutning stjórnvalda í þriðja-orkupakkamálinu, þar sem fram kom að innleiðing tilskipunarinnar um orkupakkann myndi hafa lítil sem engin áhrif hér á landi, þar sem Ísland væri með einangrað raforkukerfi ótengt Evrópu. Vildi landssambandið meina að sú einangrun væri engin trygging fyrir því að Ísland myndi ekki tengjast innri orkumarkaðnum í framtíðinni með lagningu sæstrengs, en með honum yrðu innleidd ný markaðslögmál sem myndu að óbreyttu hækka raforkuverð umtalsvert.

Jóhannes Felixson, formaður landssambandsins, segir í samtali við Morgunblaðið að ástæðan fyrir ályktuninni á sínum tíma hafi verið sú að félagsmenn í Landssamtökum bakarameistara hafi lent illa í því, eins og hann orðar það, þegar annar orkupakkinn var samþykktur. Fyrir þá samþykkt hafi bakarar og grænmetisbændur fengið ódýrara rafmagn á nóttunni en eftir samþykktina hafi orkukostnaður hækkað um 50%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK