Kringlan tilnefnd fyrir jólagjafaátak

Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, og Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri.
Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, og Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri. Kristinn Magnússon

Verslunarmiðstöðin Kringlan hefur verið tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna alþjóðlegra samtaka verslunarmiðstöðva, ICSC, í flokknum Þjónusta (e. customer service). Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Kringlunni.

Kringlan er tilnefnd fyrir rafræna aðstoð við viðskiptavini í jólagjafaleit, en fyrir síðustu jól kynnti Kringlan svokallaðan Neyðarpakkatakka og var hann auglýstur á Facebook. Þau sem smelltu á takkann fengu samband við þjónustufulltrúa hjá Kringlunni gegnum Facebook-spjall og aðstoðaði hann fólk við að finna gjafir.

Segir í tilkynningu frá Kringlunni að yfir eitt þúsund viðskiptavinir hafi nýtt sér þjónustuna til að finna réttu gjöfina handa vinum og vandamönnum.

Haft er eftir Baldvinu Snælaugsdóttur, markaðsstjóra Kringlunnar, að tilnefningin sé mikill heiður. „Við erum himinlifandi með tilnefninguna enda gríðarleg viðurkenning fyrir okkur. Góð viðbrögð viðskiptavina við þessari einföldu þjónustu gegnum netið styrkja þá stefnu sem Kringlan hefur markað sér í stafrænni vegferð til ap mæta betur þörfum viðskiptavina [...]“ segir Baldvina og bætir við að verðlaunin séu mjög eftirsótt.

Sex aðrar verslunarmiðstöðvar frá Ítalíu, Portúgal, Belgíu, Lettlandi og tvær frá Danmörku eru tilnefndar í sama flokki og Kringlan en verðlaunin verða veitt á ráðstefnu samtakanna í London í september.

Kringlan hefur tvisvar hlotið verðlaun samtakanna fyrir markaðsstarf sitt: árið 2012 fyrir miðnætursprengjuna og árið 2014 fyrir leikinn Kringlukröss.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK