Youtube Premium opnar á Íslandi

Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. 

Youtube Premium felur meðal annars í sér að notendur sleppa við þær auglýsingar sem fylgja yfirleitt myndskeiðum á síðunni, auk þess sem hægt er að hlaða niður myndskeiðum og tónlist í þau tæki sem maður kýs að nota.

Enn fremur hafa margir glaðst yfir þeim möguleika að geta áfram notið tóna Youtube í snjalltækjum þó skipt sé yfir í annað forrit eða slökkt sé á skjánum.

Aðgangurinn virðist kosta notendur tæpar tólf evrur á mánuði, en samtals hafa rúmlega sextíu lönd aðgang að Youtube Premium eftir þessar breytingar.

Youtube Premium

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK