Ársverðbólga 3,1%

Verðbólga mælist nú 3,1% og er innan verðbólguviðmiða Seðlabankans.
Verðbólga mælist nú 3,1% og er innan verðbólguviðmiða Seðlabankans. mbl.is/Hari

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,21% milli mánaða. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands sem birtar eru í morgun.

Lækkunin er rakin til sumarútsala, en verð á fötum og skóm lækkaði um 11,2% milli mánaða (sem lækkar vísitöluna um 0,49%) og verð á húsgögnum lækkaði um 9,2% (sem lækkar vísitölu um 0,12%). Þá hækkaði verð á flugfargjöldum um 6,3%. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkar meira, eða um sem nemur 0,42%.

Ársverðbólga mælist nú 3,1% og dregst saman úr 3,3% í síðasta mánuði. Þá hefur verðlag, án húsnæðisverðs, hækkað um 2,8% síðastliðna 12 mánuði.

Verðbólga hefur haldist nokkuð stöðug í rúmum þremur prósentum það sem af er ári. Verðbólgumarkmið Seðlabankans kveða á um að stefnt skuli að 2,5% verðbólgu, með vikmörkum upp á 1,5% í hvora átt, og því ljóst að verðbólgan er sem fyrr innan þeirra marka.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK