Olís kolefnisjafnar allan rekstur

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Árni Bragason landgræðslustjóri undirrituðu ...
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Árni Bragason landgræðslustjóri undirrituðu samstarfssamning síðastliðinn föstudag. Ljósmynd/Aðsend

Olíuverzlun Íslands hefur skrifað undir samning þess efnis að allur rekstur félagsins, akstur, flug og dreifing eldsneytis, verði kolefnisjafnaður. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landgræðsluna, en í tilkynningu segir að Olís hafi átt í samstarfi við Landgræðsluna undanfarin 30 ár.

Olís og Landgræðslan skrifuðu undir samstarfssamninginn, sem gildir til næstu fimm ára, síðastliðinn föstudag.

„Við erum mjög ánægð með að halda áfram okkar góða samstarfi við Landgræðsluna sem hófst fyrir um 30 árum. Umhverfisstefna Olís byggir á því að tryggt sé, með hliðsjón af eðli starfsemi félagsins, að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í öllu starfi félagsins. Félagið telur nauðsynlegt að standa vörð um náttúru landsins og vill nýta auðlindir landsins á sjálfbæran hátt og stuðla að vexti þeirra svo sem kostur er," segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.

Markmið og hlutverk Landgræðslunnar er að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Meðal helstu verkefna Landgræðslunnar eru uppgræðsla lands og endurheimt votlendis.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir