Sumarhús Jackie Kennedy sett á sölu

Sumarhús Jackie Kennedy er nú til sölu.
Sumarhús Jackie Kennedy er nú til sölu. Christie's International Real Estate

Sumarhús forsetafrúarinnar fyrrverandi, Jackie Kennedy, hefur verið sett á sölu. Húsið, sem staðsett er á eyjunni Martha's Vineyard í Massachusetts-ríki, hefur verið í eigu Kennedy-fjölskyldunnar frá árinu 1979 þegar fjölskyldan festi kaup á því fyrir um 125 milljónir króna. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, en eina bygging lóðarinnar á þeim tíma var lítill veiðikofi.

Söluverð hússins, sem er um 600 fermetrar og stendur á ríflega 340 hektara lóð, hleypur nú á yfir átta milljörðum íslenskra króna. Eftir talsverðar framkvæmdir, á að verða 50 árum, hefur verðmæti lóðarinnar því 65-faldast.  

Meðal þess sem fylgir með í kaupunum er aðgangur að einkaströnd, tennisvöllur og líkamsrækt svo fáeitt sé nefnt. Þess utan eru fimm svefnherbergi í húsinu, en með hverju þeirra fylgir eitt baðherbergi. Ef frá er skilin stofa sumarhússins má finna glugga í öllum herbergjum þar sem við blasir útsýni yfir Atlantshafið.

Skömmu eftir að Jackie festi kaup á lóðinni var hafist handa við að undirbúa byggingu húsa. Til verksins var fengin Hugh Newill Jacobson, heimsþekktur arkítekt, sem hannað hefur fjölda sambærilegra bygginga. Auk sumarhússins hannaði hann  gestahús, sem einnig stendur á lóðinni, þar sem finna má fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Það væsir því ekki um gesti sem leið eiga um.

Hér að neðan má sjá myndir af lóðinni og húsunum. 

Yfirlit yfir svæðið.
Yfirlit yfir svæðið.
Fallegt er um að litast í sumarhúsinu.
Fallegt er um að litast í sumarhúsinu.
Á lóðinni stendur tréhús sem reist var fyrir barnabörn Jackie ...
Á lóðinni stendur tréhús sem reist var fyrir barnabörn Jackie Kennedy.
Með húsinu fylgir sundlaug.
Með húsinu fylgir sundlaug.
Eitt sinn var einungis veiðikofa að finna á lóðinni.
Eitt sinn var einungis veiðikofa að finna á lóðinni.
mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir