Settu reglur um þátttöku í fjárfestingarleið

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Frá því Már Guðmundsson seðlabankastjóri setti sérstakar reglur sem bönnuðu tilteknum starfsmönnum bankans að taka þátt í gjaldeyrisútboðum bankans, vegna hinnar svokölluðu fjárfestingarleiðar, veitti bankinn engum starfsmönnum sem undir reglurnar féllu heimild til þátttöku í leiðinni.

Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Morgunblaðsins þar um. Þann 7. febrúar 2012 undirritaði Már sérákvæði við reglur Seðlabankans um meðferð trúnaðarupplýsinga og verðbréfa- og gjaldeyrisviðskipti starfsmanna nr. 831/2002. Það gerði hann rúmu hálfu ári eftir að bankinn hélt fyrsta útboð sitt á gjaldeyri á grundvelli fjárfestingarleiðarinnar. Með henni gafst langtímafjárfestum tækifæri til þess að kaupa krónur fyrir erlendan gjaldeyri að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Þannig tókst Seðlabankanum að leiða saman aðila sem tilbúnir voru að skipta gjaldeyri í krónur og hleypa eigendum svokallaðra aflandskróna út úr hagkerfinu án þess að það ylli miklum óstöðugleika í íslensku hagkerfi sem á þessum tíma barðist við eftirhreytur bankahrunsins. Þeir sem þátt tóku fengu því að kaupa íslenskar krónur á verulegum afslætti m.v. skráð gengi gjaldmiðilsins á þeim tíma, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK