Reynsluboltar skoða WOW air

Skiptastjórar WOW vinna nú að því að koma eignum í …
Skiptastjórar WOW vinna nú að því að koma eignum í verð. mbl.is/​Hari

Forsvarsmenn Air Atlanta og Bluebird hafa að undanförnu kannað möguleikann á því að kaupa flugrekstrareignir út úr þrotabúi WOW air.

Þær fyrirætlanir runnu út í sandinn þegar tilkynnt var um kaup Michele Ballarin á eignunum en þegar ljóst var að þeim samningum hefði verið rift, komu forsvarsmenn flugfélaganna aftur að borðinu, að því er fram kemur í umfjöllun um málefni þrotabúsins í ViðskiptaMogganum í dag.

Í hópi helstu forsvarsmanna Air Atlanta og Bluebird eru reynslumiklir menn á sviði flugrekstrar sem margir hverjir búa yfir áratugareynslu af rekstri farþegaflugs, einkum á vettvangi Icelandair. Í nóvember í fyrra var Sigurður Magnús Sigurðsson, þáverandi framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air, ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Air Atlanta. Því er ljóst að mikil þekking á starfsemi WOW air er til staðar hjá mögulegum kaupendum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK