Super Break gjaldþrota

Bein flug á milli Bretlands og Akureyrar á vegum Super …
Bein flug á milli Bretlands og Akureyrar á vegum Super Break er úr sögunni í bili, þar sem Super Break er gjaldþrota. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Breska ferðaskrifstofan Super Break er hætt rekstri. Hún hefur boðið upp á beinar flugferðir milli Bretlands og Akureyrar. Til stóð að bjóða upp á minnst 14 bein flug á milli vorið 2020, en ekkert verður af þeim. 

„Vegna þeirra þröngu skorða sem bág lausafjárstaða okkar setur okkur og þrátt fyrir áhuga frá hugsanlegum kaupendum höfum við hvorki náð að tryggja stuðning frá bönkum né náð að selja reksturinn,“ sagði í tilkynningu frá félaginu, sem hafði höfuðstöðvar í York í Englandi. Móðurfélag þess er gjaldþrota. 

Ferðaskrifstofan hafði boðið upp á flug á milli Akureyrar og Bretlands með köflum frá árinu 2017. Framan af gekk sá rekstur ekki vel, meðal annars af tæknilegum ástæðum. Til stóð þó að halda þessu áfram en óljóst er boðið verði upp á beint flug í vetur úr þessu. Í vor var um hríð boðið upp á bein flug til Bretlands tvisvar í viku frá Akureyri, öllu jöfnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK